Innlent

Jeppa kórstjóra stolið við Fríkirkjuna

Hér má sjá Galloper jeppa Jóns Kristinns sem var stolið.
Hér má sjá Galloper jeppa Jóns Kristinns sem var stolið.

Jón Kristinn Cortez tónlistarkennari og kórstjóri var við tónleikahald í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudag. Á meðan tónleikahaldinu stóð var bílnum hans stolið. Þetta gerðist á milli klukkan 17:00 og 18:00.

Um er að ræða fallegan silfurgráan jeppa að sögn Jóns. Billinn sem er af gerðinni Hyundai Galloper er með númerið OH 818.

„Eftir að ég hafði tilkynnt lögreglunni það formlega kom í ljós að ekki yrði leitað að honum, til þess væri enginn mannskapur, en ef hann yrði stöðvaður við venjubundið eftirlit myndi koma upp í tölvu lögreglunnar að hann væri eftirlýstur," segir Jón Kristinn í tölvupósti sem hann sendi á vini og vandamenn og barst Vísi.

Jón biður fólk að láta sig vita ef einhver rekst á bílinn. „Ef hann er í umferðinni sker hann sig úr vegna þess að aðalljósin eru gul, einn mjög fárra bíla. Svo ef þið sjáið gul ljós í umferðinni þá athugið hvort þar sé jeppi, Galloper OH 818 og látið vita af því hjá lögreglunni í 112."

Jón segir að bíllinn gæti svosem líka verið einn og yfirgefinn í einhverri íbúðargötu eða hliðargötu. „Eða á bílaplani og gildir þá það sama, látið lögregluna vita. Eða mig."

Hægt er að ná sambandi við Jón Kristinn í síma  693-3922.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×