Fjárfestið frekar í menntun en að fara á atvinnuleysisbætur 18. desember 2008 19:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun en fara á atvinnuleysisbætur. Þorgerður var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag þar sem rædd voru málefni Háskólans og hugsanleg ráðherrastólaskipti í ríkisstjórn. Þorgerður var spurð hvaða skilaboð hún hefði til þeirra sem hyggjast frekar fara á atvinnuleysisbætur en námslán. „Ég segi fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun sinni. Með hverju námsláni er ríkið að niðurgreiða 52% og það borgar sig margfalt að fara í nám en að fara á bætur," sagði Þorgerður Katrín. Aðspurð um ummæli Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskólans um að fyrirhugaður niðurskurður gerði það að verkum að Háskólinn myndi ekki ná endum saman sagðist Þorgerður vonast til þess að allra leiða yrði leitað. Hún bendir á að svokallaður rannsóknarsamningur hafi gert margt gott í menntakerfinu. „Eitt af því sem við Kristín Ingólfsdóttir fórum saman í var að móta þennan rannsóknarsamning. Við erum núna með milljarði meira en fyrir tæpum tveimur árum í framlögum til rannsókna. Það er gríðarleg aukning þó viðbótarframlaginu sem átti að koma inn hafi verið frestað." Hún sagði að einnig þyrfti að huga að tekjutengingunni sem fylgir námslánum. „Við þurfum að athuga með það." Aðspurð út í möguleg ráðherrastólaskipti innan Ríkisstjórnarinnar sagði Þorgerður að það hefði ekki verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að klára fjárlögin en það er verið að kalla eftir breytingum. Það er ljóst að þetta verður rætt ef til þess kemur en núna erum við að klára þingið." Tengdar fréttir Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17. desember 2008 15:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun en fara á atvinnuleysisbætur. Þorgerður var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag þar sem rædd voru málefni Háskólans og hugsanleg ráðherrastólaskipti í ríkisstjórn. Þorgerður var spurð hvaða skilaboð hún hefði til þeirra sem hyggjast frekar fara á atvinnuleysisbætur en námslán. „Ég segi fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun sinni. Með hverju námsláni er ríkið að niðurgreiða 52% og það borgar sig margfalt að fara í nám en að fara á bætur," sagði Þorgerður Katrín. Aðspurð um ummæli Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskólans um að fyrirhugaður niðurskurður gerði það að verkum að Háskólinn myndi ekki ná endum saman sagðist Þorgerður vonast til þess að allra leiða yrði leitað. Hún bendir á að svokallaður rannsóknarsamningur hafi gert margt gott í menntakerfinu. „Eitt af því sem við Kristín Ingólfsdóttir fórum saman í var að móta þennan rannsóknarsamning. Við erum núna með milljarði meira en fyrir tæpum tveimur árum í framlögum til rannsókna. Það er gríðarleg aukning þó viðbótarframlaginu sem átti að koma inn hafi verið frestað." Hún sagði að einnig þyrfti að huga að tekjutengingunni sem fylgir námslánum. „Við þurfum að athuga með það." Aðspurð út í möguleg ráðherrastólaskipti innan Ríkisstjórnarinnar sagði Þorgerður að það hefði ekki verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að klára fjárlögin en það er verið að kalla eftir breytingum. Það er ljóst að þetta verður rætt ef til þess kemur en núna erum við að klára þingið."
Tengdar fréttir Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17. desember 2008 15:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17. desember 2008 15:40