AGS: Mun meira skorið niður í næstu fjárlögum 18. desember 2008 12:03 Ákvörðun um það hvort taka eigi upp evruna er ekki aðalatriði í því sem Ísland þarf að takast á við á þessu augnabliki. Þetta kom fram í máli Poul Thomsen, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á fundi með blaðamönnum í utanríkisráðuneytinu í dag. Thomsen sagðist vita til þess að umræðan um framtíðargjaldmiðil færi fram en það væri ekki aðal viðfangsefni núna heldur að fást við fjárlögin. Thomsen segir að niðurskurður í núverandi fjárlögum sé hóflegur, en fyrir 2010 verði hann mun meiri. Kostnaðurinn við að endurreisa bankakerfið og endurfjármagna Seðlabankann sé á bilinu 85 til 90 prósent af landsframleiðslu sem sé mjög hátt hlutfall. Hins vegar sé um 60 prósent af þeim kostnaði innlendur og þess vegna hvíli endurreisnin mest á því að taka til heimafyrir. Thomsen sagði að áætlun Íslendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að styrkja krónuna gengi vel. Árangurinn mætti þakka bæði þeim gjaldeyrishöftum sem lögð hefðu verið á og aðhaldssamri peningamálastefnu með háum vöxtum. Hann teldi að búið væri að ná pólitískri samstöðu um að þessi niðurskurður ætti sér stað, en það ætti eftir að fara betur yfir hvernig sá niðurskurður yrði í framkvæmd. Ekki væri æskilegt að skera of mikið niður fyrir árið 2009. Það myndi auka enn frekar á kreppuna. Hins vegar þyrfti að skera niður á fjárlögum árið 2010. Thomsen sagði að hann væri ekki í neinum vafa um það að Íslendingar gætu staðið við skuldbindingar vegna lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar að gjaldmiðillinn væri orðinn starfhæfur. Tengdar fréttir AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18. desember 2008 10:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ákvörðun um það hvort taka eigi upp evruna er ekki aðalatriði í því sem Ísland þarf að takast á við á þessu augnabliki. Þetta kom fram í máli Poul Thomsen, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á fundi með blaðamönnum í utanríkisráðuneytinu í dag. Thomsen sagðist vita til þess að umræðan um framtíðargjaldmiðil færi fram en það væri ekki aðal viðfangsefni núna heldur að fást við fjárlögin. Thomsen segir að niðurskurður í núverandi fjárlögum sé hóflegur, en fyrir 2010 verði hann mun meiri. Kostnaðurinn við að endurreisa bankakerfið og endurfjármagna Seðlabankann sé á bilinu 85 til 90 prósent af landsframleiðslu sem sé mjög hátt hlutfall. Hins vegar sé um 60 prósent af þeim kostnaði innlendur og þess vegna hvíli endurreisnin mest á því að taka til heimafyrir. Thomsen sagði að áætlun Íslendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að styrkja krónuna gengi vel. Árangurinn mætti þakka bæði þeim gjaldeyrishöftum sem lögð hefðu verið á og aðhaldssamri peningamálastefnu með háum vöxtum. Hann teldi að búið væri að ná pólitískri samstöðu um að þessi niðurskurður ætti sér stað, en það ætti eftir að fara betur yfir hvernig sá niðurskurður yrði í framkvæmd. Ekki væri æskilegt að skera of mikið niður fyrir árið 2009. Það myndi auka enn frekar á kreppuna. Hins vegar þyrfti að skera niður á fjárlögum árið 2010. Thomsen sagði að hann væri ekki í neinum vafa um það að Íslendingar gætu staðið við skuldbindingar vegna lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þegar að gjaldmiðillinn væri orðinn starfhæfur.
Tengdar fréttir AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18. desember 2008 10:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18. desember 2008 10:27