Innlent

Ástþór játar hvorki né neitar ábyrgð á hótunum

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon friðarhöfðingi vill ekki svara því hvort að hann standi að baki vefsíðunni sorprit.com, þar sem auglýsendum í DV er sagt að þeir lendi á válista, hætti þeir ekki að auglýsa í blaðinu. Ýmsir hafa litið á þessi tilmæli á vefsíðunni sem dulbúna hótun, en enginn hefur gengist við því að bera ábyrgð á síðunni. Kerfisfræðingurinn Hjalti Þór Sveinsson upplýsti hins vegar um helgina að vefsíðan væri tengd IP-tölu sem vísar á lénið forsetakosningar.is. Þeirri vefsíðu er Ástþór skráður fyrir.

„Ertu að meina að það sé verið að taka DV með þeirra eigin meðulum. Það finnst mér bara eins og beint upp úr Spaugstofunni, ótrúlegt en satt," sagði Ástþór Magnússon þegar Vísir spurði hann hvort hann stæði að baki umræddri vefsíðu. Þegar blaðamaður Vísis bað Ástþór um að vera ögn afdráttarlauari í svörum, sagðist hann ekki ætla að gefa önnur svör. „Leyfum þessum kjaftasögum að grassera bara sem mest. Það auglýsir bara upp hversu mikið skítarit DV er. Mér finnst það bara mjög fínt ef menn eru að velta sér upp úr nafnleysinu í kringum þetta," segir Ástþór






Fleiri fréttir

Sjá meira


×