Innlent

Mótmælendum boðið í kaffi á Bessastöðum

Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu komu 2-3 grímuklæddir mótmælendur og settu keðju með lás á dyrnar fyrr í dag. Einnig var hengdur miði á hurðina sem bar áletrunina, „Pólitísk aðgerð almennra borgara - Stofnunin lokuð vegna vanhæfis og getuleysis forstjóra."

Um 10 mótmælendur mættu einnig á Bessastaði til þess að mótmæla fyrr í dag. Tók forsetinn vel á móti mótmælendunum og bauð þeim inn í kaffi. Hópurinn ræddi síðan við Ólaf og eiginkonu hans Dorrit Moussiaeff í um 45 mínútur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×