Innlent

Innheimta á 360 milljónir með gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu

Ekki er búið að útfæra hvernig innheimta á 360 milljónir króna á næsta ári með ýmis konar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Forsætisráðherra segir marga þeirra sem sækja þjónustu í heilbrigðiskerfinu við góða heilsu í grunninn, og geti staðið undir gjaldtökunni.

Í fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu sem skila á ríkissjóði 360 milljónum króna í tekjur. Ekki liggur fyrir hvar á að innheimta þetta fé að öðru leyti en því að rætt hefur verið um innritunargjald á sjúkrahúsum upp á um fjögur þúsund krónur, sem gæti skilað rúmum hundrað milljónum í ríkiskassann.

Ríkissjóður verður rekinn með 153 milljarða króna halla á næsta ári, sem er mesti halli á ríkissjóði í manna minnum, en undanfarin áratug eða lengur hefur ríkissjóður meira og minna verið rekinn með afgangi og oft töluverðum. Á árinu sem er að líða var t.a.m. gert ráð fyrir 40 milljarða tekjuafgangi, en hann hefur gufað upp og útlit er fyrir nokkurra milljarða halla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×