Innlent

,,Góðærið kom aldrei til okkar"

Góðærið kom aldrei til okkar sagði öryrki sem mótmælti í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli í dag. Mótmælin í dag voru þau tólftu sem haldin hafa verið og áætlar lögreglan að um 500 manns hafi komið saman í dag.

Það eru samtökin Raddir fólksins sem standa fyrir mótmælafundinum og voru ræðumenn Ragnhildur Sigurðardóttir, sagnfræðingur og Björn Þorsteinsson, heimsspekingur. Björn sagði í ræðu sinni mikilvægt að komið yrði í veg fyrir að fjármagnið, fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn kæfðu það ástand sem nú væri að skapast og kallaði á breytingar.

Björn sagðist hafa áhyggjur af því að aðgerðir ríksstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins reynist langtímaaðgerðir. Mikilvægt sé að fólk komi saman til að veita ríkisstjórninni aðhald.

,,Góðærði kom aldrei til okkar," sagði Ólafía Ragnarsdóttir, öryrki, og bætti við að stöðugt sé klippið af örykjum.

Næsti fundur verður haldinn að viku liðinni klukkan 15 á Austurvelli.












Tengdar fréttir

Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli

Hátt í 700 manns komu saman til friðsamlegra mótmæla á Austurvelli í dag. Samtökin Raddir fólksins stóðu fyrir mótmælafundinum og var Hörður Torfason, einn af talsmönnum samtakanna, afar ánægður hvernig til tókst. Stemmning hafi verið góð og mikill hugur í fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×