Innlent

Þingmaður hvetur fólk til að kaupa ekki flugelda

Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.
Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, hvetur fólk til að spara og kaupa ekki flugelda þetta árið. Með flugeldakaupum sé fólk að henda peningum. Hann var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengjusandi í morgun þar sem meðal annars rætt um hvernig almenningur getur sparað.

,,Ég myndi vilja nota tækifærið til að hvetja Íslendinga til að kaupa ekki flugelda því það geta allir verið án þeirra. Það er bara verið að henda peningum með því að kaupa flugelda og sprengiefni," sagði Jón.

Auk þess talaði þingflokksformaðurinn fyrir því að fólk minnkaði gosdrykkju sína. Jón var eitt sinn formaður Neytendasamtakanna.

Árleg flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefst í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×