Innlent

Geir útilokar ekki að falla frá málssókn á hendur Bretum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Forsætisráðherra útilokar ekki að íslensk stjórnvöld falli frá málsókn á hendur Bretum til að tryggja betri lánskjör vegna Icesave málsins. Hann segist þó ekki vilja blanda þessum málum saman.

Bretar og Hollendingar hafa boðist til lána Íslendingum rúmlega 600 milljarða króna til að greiða Icesave innistæðueigendum.

Lánskjör liggja ekki fyrir en hlé var gert á viðræðum milli annars vegar íslenskra og hins vegar breskra og hollenskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. Ætlunin er að viðræður hefjist að nýju eftir tvær til þrjár vikur.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að viðræður gangi vel en að enn eigi menn eftir að koma sér saman um heildarpakkann, það er að segja lánaskilmálana.

Samkvæmt breska dagblaðinu Financial Times er talið líklegt að Íslendingar falli frá málsókn á hendur Bretum vegna beitingu hryðjuverkalaga - gegn því að Bretar samþykki að beita ekki refsivöxtum á lán sitt til Íslendinga.

Eftir ríkisstjórnarfund í morgun vildi Geir ekki tjá sig um hvort fótur væri fyrir þessu og sagðist hann ekki vilja blanda þessum málum saman, að þessu sinni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×