Innlent

Hægt að læra af áliti Umboðsmanns

Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að hugsanlega sé hægt að læra af áliti Umboðsmanns Alþingis sem barst í dag. Í áliti sínu kemst Umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að annmarkar hafi verið á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands-eystra. Árni, sem var settur dómsmálaráðherra, skipaði Þorstein í embættið í fyrra, enda hafði Þorsteinn starfað sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Árni segir að farið verði ítarlega yfir álitið í ráðuneytinu næstu daga. „Þetta var bara að berast í dag og við eigum eftir að fara yfir þetta í ráðuneytinu," segir Árni í samtali við Vísi.

Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu í dag að fyrst ráðherra hefði talið að þeir gallar væru á umsögn hinnar lögbundnu dómnefndar að hún væri ógagnsæ, lítt rökstudd og að innra ósamræmis gætti við mat á reynslu sem hin ýmsu störf veita, hefði hann átt að óska eftir að dómnefndin fjallaði að nýju um málið og léti honum í té nýja umsögn þar sem bætt væri úr þessum annmörkum áður en hann tæki ákvörðun í málinu. „Þetta gæti verið nýtt atriði sem vert væri að skoða," segir Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×