Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð 18. nóvember 2008 12:14 Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira