Innlent

Segir för oddvitanna forkastanlega

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

„Mér finnst þetta forkastanlegt!" segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, inntur álits á ferðalagi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu en för þeirra hófst í morgun.

„Í fyrsta lagi eru aðstæður þannig í íslensku samfélagi, efnahags- og fjármálalífi að ég hefði haldið að oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hefðu öðrum hnöppum að hneppa en að sækja fundi NATÓ. Öllu verri þykir mér þó ferðamátinn sem þau kjósa sér og mér finnst vera að mörgu leyti táknrænn - að ferðast með einkaþotu sem er margfalt dýrari en almennar samgönguleiðir," sagði Ögmundur enn fremur og klykkti út með þeirri athugasemd að ákaflega ábyrgðarlaust væri af hálfu ráðherranna að senda slík skilaboð út í þjóðfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×