Hörður Torfason harmar atburðina á Hótel Borg 1. janúar 2009 18:30 Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segist sleginn óhug eftir atburðinn á Hótel Borg í gær og segir að vopnaðir ótýndir glæpamenn séu komnir inn í hóp mótmælenda, sem lögregla verði að taka miklu harðar á. Hörður Torfason segist harma það sem gerðist. Mótmælendur mættu með hrossabresti, pottlok og allskyns tól og tæki til að framkvæma sem mestan hávaða. Þeir börðu glugga hótelsins að utan, sprengdu kínverja, gerðu hróp og köll og heyrðust lætin greinilega inn í umræðu flokksformanna í Kryddsíldinni. Þeir sem mest höfðu sig í frammi voru grímuklæddir og sumir vopnaðir eins og þessum hníf sem viðkomandi notaði til að reyna að spenna upp glugga. Lögreglan fylgdist með álengdar en fyrir innan hélt umræðan áfram, þó án forsætiaráðherra sem aldrei náði að komast inn á hótelið. Brátt tóku mótmælendur að klifra yfir læst öryggishlið og inn í hliðarsund þaðan sem þeir reyndu að brjóta sér leið inn í útsendingarsalinn. Starfsmenn hótelsins og Stöðvar 2 reyndu að varna þeim inngöngu og verja tækjabúnað sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessu gekk í um tíu mínútur og komust nokkrir mótmælenda að anddyri salarins og áttu þá aðeins eftir fimm til sex metra um umræðuborðinu. Lögregla skarst þá í leikinn. Lögregla beitti varnarúða en það var um þetta leyti sem mótmælendum hafði tekist að brenna og skera í sundur kapla sem lágu milli sjónvarpsvéla og útsendingarstjórnar og varð það til þess að útsendingin rofnaði. Einn af starfsmönnum Stöðvar 2, sem reyndi að verja vettvanginn, fékk hnefahögg í andlitið. Jóhann Bjarni Kjartansson, tæknimaður á Stöð 2, varð einnig vitni að því þegar lögreglumaður fékk grjóthnullung í andlitið. ,,Að fólk skuli kasta grjóti inn í hóp fólks er fyrir neðan allar hellur." Þrír mótmælenda voru handteknir en sleppt eftir yfirheyrslu. Aðrir mótmælenda kvörtuðu sáran undan áhrifum piparúðans. Fyrir innan biðu flokksformennirnir nokkra stund eftir útsendingarrof en fengu síðan lögreglufylgd út bakdyramegin. Ari Edwald, forstjóri 365, segist vera slegin óhug vegna atburðana.Þarna hafi lífi og limum fólks verið stefnt í hættu. Og hann vill að lögregla taki miklu harðar á málum. Greinilegt sé að komnir eru í hópinn ótýndir glæpamenn. Það sé greinilegt þegar fólk mæti með grímur og vopnað. Hörður Torfason, helsti forsprakki mótmæla í vetur, kom ekki að þessari uppákomu en treystir sér þó ekki til að fordæma hana. Hann segir að inn slægist einstaklingar sem brjóti og bramli. Hörður setur spurningarmerki við framgöngu lögreglu. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segist sleginn óhug eftir atburðinn á Hótel Borg í gær og segir að vopnaðir ótýndir glæpamenn séu komnir inn í hóp mótmælenda, sem lögregla verði að taka miklu harðar á. Hörður Torfason segist harma það sem gerðist. Mótmælendur mættu með hrossabresti, pottlok og allskyns tól og tæki til að framkvæma sem mestan hávaða. Þeir börðu glugga hótelsins að utan, sprengdu kínverja, gerðu hróp og köll og heyrðust lætin greinilega inn í umræðu flokksformanna í Kryddsíldinni. Þeir sem mest höfðu sig í frammi voru grímuklæddir og sumir vopnaðir eins og þessum hníf sem viðkomandi notaði til að reyna að spenna upp glugga. Lögreglan fylgdist með álengdar en fyrir innan hélt umræðan áfram, þó án forsætiaráðherra sem aldrei náði að komast inn á hótelið. Brátt tóku mótmælendur að klifra yfir læst öryggishlið og inn í hliðarsund þaðan sem þeir reyndu að brjóta sér leið inn í útsendingarsalinn. Starfsmenn hótelsins og Stöðvar 2 reyndu að varna þeim inngöngu og verja tækjabúnað sjónvarpsstöðvarinnar. Á þessu gekk í um tíu mínútur og komust nokkrir mótmælenda að anddyri salarins og áttu þá aðeins eftir fimm til sex metra um umræðuborðinu. Lögregla skarst þá í leikinn. Lögregla beitti varnarúða en það var um þetta leyti sem mótmælendum hafði tekist að brenna og skera í sundur kapla sem lágu milli sjónvarpsvéla og útsendingarstjórnar og varð það til þess að útsendingin rofnaði. Einn af starfsmönnum Stöðvar 2, sem reyndi að verja vettvanginn, fékk hnefahögg í andlitið. Jóhann Bjarni Kjartansson, tæknimaður á Stöð 2, varð einnig vitni að því þegar lögreglumaður fékk grjóthnullung í andlitið. ,,Að fólk skuli kasta grjóti inn í hóp fólks er fyrir neðan allar hellur." Þrír mótmælenda voru handteknir en sleppt eftir yfirheyrslu. Aðrir mótmælenda kvörtuðu sáran undan áhrifum piparúðans. Fyrir innan biðu flokksformennirnir nokkra stund eftir útsendingarrof en fengu síðan lögreglufylgd út bakdyramegin. Ari Edwald, forstjóri 365, segist vera slegin óhug vegna atburðana.Þarna hafi lífi og limum fólks verið stefnt í hættu. Og hann vill að lögregla taki miklu harðar á málum. Greinilegt sé að komnir eru í hópinn ótýndir glæpamenn. Það sé greinilegt þegar fólk mæti með grímur og vopnað. Hörður Torfason, helsti forsprakki mótmæla í vetur, kom ekki að þessari uppákomu en treystir sér þó ekki til að fordæma hana. Hann segir að inn slægist einstaklingar sem brjóti og bramli. Hörður setur spurningarmerki við framgöngu lögreglu.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira