Móðir Isolar harmi slegin 2. janúar 2009 18:49 Fjörutíu og níu ára gömul íslensk kona var myrt í svefni af eiginmanni sínum aðfararnótt gamlársdags - um 90 mínútum eftir að hann borgaði sig út úr fangelsi gegn fimm þúsund dala tryggingu. Maðurinn svipti sig síðan lífi frammi fyrir dóttur þeirra hjóna. Síðustu tæplega þrjátíu ár stundvíslega klukkan tólf á miðnætti, þegar gamla árið mætti hinu nýja, hringdi Isol Lind Cotto frá Bandaríkjunum í móður sína heima í Njarðvík til að óska henni gleðilegs árs. Nú í fyrrakvöld barst móður hennar, Sigrúnu Ellertsdóttur hins vegar ekkert símtal frá Bandaríkjunum heldur bankaði presturinn upp á á gamlárskvöld og færði henni þessi hörmulegu tíðindi. ,,Ég missti málið. Ég grenjaði og hef grenjað síðan," segir Sigrún. Isol Lind, lá sofandi heima hjá sér í smábænum Marbletown í New York fylki síðustu nótt ársins, aðfararnótt gamlársdags. Kristína 22ja ára gömul dóttir hennar og eiginmannsins, William Cotto, lá sofandi í sínu herbergi. Mitt í vetrarnóttinni vaknar Kristína við skothvell, hleypur inn í svefnherbergi móður sinnar og sér að hún er látin. Sigrún segir að Kristína hafi hlaupið út og kallað til föður síns sem hafi ekki svarað. Kristína fékk taugaáfall og var svæfð eftir þessa erfiðu reynslu. Foreldrar hennar, Bill og Ísól kynntust á Íslandi þar sem Bill starfaði á herstöðinni á Miðnesheiði. Þau giftu sig og fluttu til Bandaríkjanna, þar sem Bill starfaði sem lögreglumaður, en fjögurra ára dóttir Isolar varð eftir hjá ömmu og afa og ólst þar upp. Hjónabandið var ofbeldisfullt frá upphafi, segir Sigrún. ,,Hún sagði alltaf við mig að hann drepur mig ekki mamma." Isol var þó ekki sannfærðari en svo að hún átti sex hunda, svaf ávallt með tvo við rúmið, sem hún treysti að myndu vara hana við. ,,Eins og ég er búinn að vera að brjóta heilann um þekktu þeir hann þegar hann kom," segir Sigrún sem reyndi ítrekað að forða dóttur sinni frá eiginmanninum. Bill og Isol skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum en voru ennþá formlega gift. Hún tók nýverið við honum aftur. Á þriðjudaginn var hann svo handtekinn, líklega fyrir atbeina Kristínu dóttur þeira, eftir að hafa hrint Isol niður stiga og ýmis önnur brot. Um kvöldið reiddi Bill svo fram 5000 dala tryggingu, var leystur úr haldi rétt upp úr miðnætti og hálfum öðrum tíma síðar var hann búinn að myrða konu sína og sjálfan sig. Nokkrum klukkustundum fyrr talaði Sigrún við dóttur sína í síma í síðasta sinn. ,,Hún sagði við að hún myndi hringja á gamlárskvöld eins og vanalega. Hún hringdi alltaf á mínútunni tólf." En hvað vill Sigrún segja við konur í sömu stöðu og Ísól var, í ofbeldisfullu hjónabandi. ,,Forðaðu þér. Húsið og eigurnar eru einskis virði." Tengdar fréttir Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Fjörutíu og níu ára gömul íslensk kona var myrt í svefni af eiginmanni sínum aðfararnótt gamlársdags - um 90 mínútum eftir að hann borgaði sig út úr fangelsi gegn fimm þúsund dala tryggingu. Maðurinn svipti sig síðan lífi frammi fyrir dóttur þeirra hjóna. Síðustu tæplega þrjátíu ár stundvíslega klukkan tólf á miðnætti, þegar gamla árið mætti hinu nýja, hringdi Isol Lind Cotto frá Bandaríkjunum í móður sína heima í Njarðvík til að óska henni gleðilegs árs. Nú í fyrrakvöld barst móður hennar, Sigrúnu Ellertsdóttur hins vegar ekkert símtal frá Bandaríkjunum heldur bankaði presturinn upp á á gamlárskvöld og færði henni þessi hörmulegu tíðindi. ,,Ég missti málið. Ég grenjaði og hef grenjað síðan," segir Sigrún. Isol Lind, lá sofandi heima hjá sér í smábænum Marbletown í New York fylki síðustu nótt ársins, aðfararnótt gamlársdags. Kristína 22ja ára gömul dóttir hennar og eiginmannsins, William Cotto, lá sofandi í sínu herbergi. Mitt í vetrarnóttinni vaknar Kristína við skothvell, hleypur inn í svefnherbergi móður sinnar og sér að hún er látin. Sigrún segir að Kristína hafi hlaupið út og kallað til föður síns sem hafi ekki svarað. Kristína fékk taugaáfall og var svæfð eftir þessa erfiðu reynslu. Foreldrar hennar, Bill og Ísól kynntust á Íslandi þar sem Bill starfaði á herstöðinni á Miðnesheiði. Þau giftu sig og fluttu til Bandaríkjanna, þar sem Bill starfaði sem lögreglumaður, en fjögurra ára dóttir Isolar varð eftir hjá ömmu og afa og ólst þar upp. Hjónabandið var ofbeldisfullt frá upphafi, segir Sigrún. ,,Hún sagði alltaf við mig að hann drepur mig ekki mamma." Isol var þó ekki sannfærðari en svo að hún átti sex hunda, svaf ávallt með tvo við rúmið, sem hún treysti að myndu vara hana við. ,,Eins og ég er búinn að vera að brjóta heilann um þekktu þeir hann þegar hann kom," segir Sigrún sem reyndi ítrekað að forða dóttur sinni frá eiginmanninum. Bill og Isol skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum en voru ennþá formlega gift. Hún tók nýverið við honum aftur. Á þriðjudaginn var hann svo handtekinn, líklega fyrir atbeina Kristínu dóttur þeira, eftir að hafa hrint Isol niður stiga og ýmis önnur brot. Um kvöldið reiddi Bill svo fram 5000 dala tryggingu, var leystur úr haldi rétt upp úr miðnætti og hálfum öðrum tíma síðar var hann búinn að myrða konu sína og sjálfan sig. Nokkrum klukkustundum fyrr talaði Sigrún við dóttur sína í síma í síðasta sinn. ,,Hún sagði við að hún myndi hringja á gamlárskvöld eins og vanalega. Hún hringdi alltaf á mínútunni tólf." En hvað vill Sigrún segja við konur í sömu stöðu og Ísól var, í ofbeldisfullu hjónabandi. ,,Forðaðu þér. Húsið og eigurnar eru einskis virði."
Tengdar fréttir Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40