Telja óþarft að kjósa um aðildarviðræður 2. janúar 2009 05:30 Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira