Innlent

Blekkingar á útsölu

Nú flykkjast menn á útsölur en ekki eru allir jafn sáttir, dæmi eru um að vörur séu dýrari á útsölu en þær voru nýjar. Lóa Pind Aldísardóttir rýndi í verðmiða á útsöluvörum.

Það er ekki allt sem sýnist á janúarútsölunum ef marka má vörur sem fréttastofu barst í dag. Þær bárust frá hafnfirskri konu sem fór á útsölurnar í gær, eins og margir landar hennar. Konan keypti meðal annars rúllukragapeysu og bómullarbol í Zöru.

Konunni leist vel á verðið enda leit í fyrstu út fyrir að afslátturinn væri rausnarlegur. Þegar hún heyrði síðan forstjóra Neytendastofu tjá sig um verðblekkingar á útsölum í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu fór hún að plokka sýnilegu verðmiðana frá og þá kom annað á daginn.

Bómullarbolur leit út fyrir að vera á nærri 60 prósenta afslætti - en þegar betur var að gáð var afsláttur frá upphaflegu verði aðeins 23%. Á annarri rúllukragapeysu virtist afslátturinn vera liðlega 30% - en rúllukragapeysan fína var í reynd tvö hundruð krónum dýrari en hún var upphaflega. Konan varð ósátt við þessar blekkingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×