Innlent

Prófessor í guðfræði fyrst kvenna

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir

Nýlega urðu tímamót í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þegar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin í starf prófessors í trúfræði við deildina. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors við deildina.

Arnfríður lagði stund á guðfræðinám við Guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan árið 1986. Síðan stundaði hún framhaldsnám í guðfræði við University of Iowa, University of Chicago og Lutheran School of Theology at Chicago en þar lauk Arnfríður doktorsprófi í guðfræði árið 1996.

Guðfræðideildin er elsta deild Háskólans en hún á rætur að rekja allt til stofnunar Prestaskólans árið 1847.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×