Hugmyndin um að vekja löngu útdauðar skepnur til lífsins gekk í endurnýjun lífdaganna þegar vísindamönnum við Max Planck-mannfræðistofnunina í Þýskalandi tókst að endurbyggja nærri því allt erfðamengi loðfíls, eða mammúts, út frá 60.000 ára gömlum leifum slíks dýrs, sem fundust gaddfreðnar í Síberíu.
Einnig tókst þeim að fá gen úr tasmaníutígur til að lifa í líkama músar en tígurinn hefur verið útdauður síðan 1936. Engin von er þó til þess að risaeðlur líti dagsins ljós á ný þar sem erfðaefni lifir lengst í eina milljón ára.