Innlent

Björn ekki ráðherra út kjörtímabilið

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, verður ekki ráðherra út kjörtímabilið. Björn sagði í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðismanna fyrir þingkosningarnar 2007 að yfirstandandi kjörtímabil yrði líklega hans síðasta. Framtíð Björns sem ráðherra hefur verið óljós en nú hefur hann tekið af öll tvímæli hvað hana varðar.

Orðrómur hefur verið uppi um að Björn hafi tilkynnt nánum samstarfsmönnum sínum að hann muni láta af ráðherraembætti í lok mánaðarins. Fréttastofa sendi Birni fyrirspurn um málið sem hann svaraði ekki beint en sagði þess í stað: ,,Ég hef sagt allt frá upphafi þessa kjörtímabils, að ég muni ekki sitja í ráðherraembætti til loka þess."

Björn var menntamálaráðherra frá 1995 þangað til hann tók við sem oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna vorið 2002. Björn varð ráðherra á nýjan leik þegar hann sagði skilið við borgarmálin og hefur allt frá því í maí 2003 gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×