Bæjarstjóri hvetur fólk til að hætta að borga 11. janúar 2009 16:40 „Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
„Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira