Innlent

Telur kosningar líklegar fyrir lok kjörtímabils

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur líklegt að kosið verði áður en kjörtímabilinu lýkur árið 2011. Þetta sagði hún í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Krafan um kosningar er skiljanleg að mati Þorgerðar, en hún sagði þó ekki ráðlegt að kjósa strax. Það ætti í það minnsta ekki að gera fyrr en rannsóknarnefndin hefði skilað af sér í nóvember næstkomandi. Forðast þyrfti stjórnarkreppu í núverandi ástandi.

Þorgerður sagði sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir. Ýmis mistök hafi verið gerð, ekki síst þau að tryggja ekki dreifða eignaraðild að bönkunum þegar þeir voru einkavæddir. Margt hefði þó líka verið gert rétt, til að mynda að ná ríkissjóði hallalausum.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×