Ný stjórnarskrá – stjórnlagaþing Jón Kristjánsson skrifar 12. janúar 2009 06:00 Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun