Ný stjórnarskrá – stjórnlagaþing Jón Kristjánsson skrifar 12. janúar 2009 06:00 Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun