Innlent

Tveir handteknir við Alþingishúsið - myndband

Hópur mótmælenda tók sér stöðu fyrir framan inngang Alþingishússins og reyndu þau að varna ráðherrum inngöngu í húsið í morgun. Um þrjátíu manns tóku þátt í aðgerðinni og gerðu þau tilraun til þess að varna því að að Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kæmust inn. Lögreglumenn aðstoðuðu ráðherrana að lokum við að komast inn í húsið en ríkisstjórnarfundur hófst þar klukkan hálftíu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir mætti skömmu síðar og eftir nokkurn barning komst hún einnig inn í húsið.

Að sögn lögreglu hafa tveir verið handteknir fyrir að brjóta niður eftilitsmyndavélar við Alþingishúsið.















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×