Erlent

Ætlar að yfirtaka olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga

Evrópusambandið ætlar að yfirtaka olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga í samræmi við leynilega valdheimild, að sögn breska blaðsins Daily Express.

Daily Express segir að leynileg valdheimild sem hafi verið skrifuð inn í Lissabon samkomulagið geri Evrópusambandinu kleift að yfirtaka orkuframleiðslu einstakra aðildarríkja til hagsmuna fyrir heildina.

Breskir þingmenn eru ekki ýkja hrifnir af því að sambandið yfirtaki olíu og gasframleiðslu landsins.

William Hague þingmaður Íhaldsflokksins sagði að það væri alrangt að gefa sambandinu ráðstöfunarvald yfir orkulindum Bretlands.

Þetta væri því miður dæmi um hvernig hin nýja stjórnarskrá veitti Evrópusambandinu of mikið vald yfir þjóðarhagsmunum einstakra aðildarríkja.

Leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins Nigel Farage sagði; ,,Brussel hefur þegar stolið fiskinum okkar. Nú vilja þeir olíuna og gasið".

Syed Kamall sem situr á Evrópuþinginu fyrir íhaldsflokkinn sagði;

,,Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna hefur þegar lagt fiskimið okkar í rúst. Sameiginleg orkumálastefna myndi gera það sama við það litla sem eftir er af olíulindum okkar.

Stjórn Evrópusambandsins er mikið í mun að tryggja öryggi þess í orkumálum. Ekki síst í ljósi þess hve sambandið er orðið óþægilega háð Rússlandi. Rússar sjá því fyrir fjórðungi af því gasi sem aðildarríkin nota.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×