Innlent

Stóðu ekki fyrir skemmdum á tækjabúnaði

Frá mótmælunum á Hótel Borg.
Frá mótmælunum á Hótel Borg. MYND/Anton Brink

Í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 14. janúar síðastliðinn var ranghermt. Þar var sagt frá söfnun sem hópur fólks hefur boðist til hefja til að greiða fyrir skemmdir sem urðu á tækjabúnaði í Kryddsíldarmótmælunum á gamlársdag.

Í inngangi fréttarinnar var sagt að fólkið sem hafi boðist til að safna upp í skemmdirnar hafi einnig framið þær. Það mun ekki vera rétt heldur tók fólkið þátt í mótmælunum með friðsömum hætti.

Fréttastofa biðst velvirðingar á þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×