Innlent

Formaður kjörstjórnar segir af sér

Haukur Ingibergsson fráfarandi formaður kjörstjórnar.
Haukur Ingibergsson fráfarandi formaður kjörstjórnar.

Haukur Ingibergsson hefur sagt af sér sem formaður kjörstjórnar á flokksþingi Framsóknarflokksins. Þetta gerir hann vegna mistaka sem voru gerð þegar að Höskuldur Þórhallsson var ranglega kynntur sem formaður Framsóknarflokksins. Stuttu síðar var tilkynnt um að Sigmundur væri hinn réttkjörni formaður. Þuríður Jónsdóttir, sem sat í kjörstjórninni, tekur við sem formaður hennar.

Til stendur að kjósa varaformann og ritara flokksins á eftir. Samkvæmt heimildum Fréttastofu er lagt hart að Höskuldi Þórhallssyni að lýsa yfir áhuga á varaformannsembættinu, en allir gestir á flokksþingi eru í raun í framboði. Höskuldur hyggst ekki verða við áskoruninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×