Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani 18. janúar 2009 18:51 Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra. Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra.
Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira