Innlent

Dómsmálaráðherra setur ofan í við sýslumann

Ólafur Helgi Kjartansson.
Ólafur Helgi Kjartansson.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, setur ofan í við Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi vegna ákvörðunar um að gefa lögreglu fyrirmæli um að handtaka 370 einstaklinga í Árnessýslu sem höfðu hefðu ekki skilað sér í fjárnám hjá embætti hans.

,,Ákvörðun sína tók sýslumaður án samráðs við dómsmálaráðuneyti. Í tilefni hennar vill dómsmálaráðherra taka fram, að hann telur ekki skynsamlegt af sýslumanni að kynna ákvörðun sína með þeim hætti, sem hann hefur gert í fjölmiðlum," segir tilkynningu frá Birni.

Björn segir að það sé ekki í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, að nú sé gripið til óvenjulegra og harkalegra innheimtuaðgerða af hálfu sýslumanns. Í því efni beri að gæta reglna stjórnsýsluréttarins um jafnræði og meðalhóf í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Í samtali við fréttastofu segist Ólafur Helgi taka undir sjónarmið ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði átt að tilkynna ráðuneytinu fyrst um ákvörðun sína segist hann ekki vilja svara því, en ítrekaði að hann taki undir umrædd sjónarmið.








Tengdar fréttir

Tæplega fjögur hundruð handtökuskipanir á Selfossi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi ætlar í vikunni að gefa út handtökuskipun á þrjúhundruð og sjötíu einstaklinga í Árnessýslu, sem ekki hafa skilað sér í fjárnám hjá embættinu á Selfossi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Fólkið verður handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og það fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×