Innlent

Segja skjaldborg Geirs ekki vera um fjölskyldur heldur glæpamenn

Öll spjót standa nú á Geir H. Haarde forsætisráðherra á bloggsíðum landsmanna en ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns, um að gefa út handtökuskipun á fjölda manns sem ekki hefur sinnt fjárnámsboðun, er líkt við skipulagða aftöku.
Öll spjót standa nú á Geir H. Haarde forsætisráðherra á bloggsíðum landsmanna en ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns, um að gefa út handtökuskipun á fjölda manns sem ekki hefur sinnt fjárnámsboðun, er líkt við skipulagða aftöku.

Sú ákvörðun sýslumannsins í Árnessýslu að gefa út handtökuskipun á 370 manns, fyrir að hafa ekki mætt hjá embættinu vegna fjárnáms, hefur vakið hörð viðbrögð í bloggheimum. Lesa má athugasemdir eins og að stjórnvöld skipuleggi nú aftökur almúgans á meðan spillingaröflin sleppa.

Rifjað er upp að Geir Haarde sagði að slá þyrfti skjaldborg um fjölskyldurnar, en í reynd slái hann skjaldborg um glæpamennina, sem settu þjóðina á hausinn, svo dæmi séu tekin úr bloggheimum. Samkvæmt handtökuskipun sýslumanns, verður fólkið handtekið á heimilum þess eða vinnustöðum og fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×