Innlent

Mótmælin í myndum

Þúsundir manna söfnuðust saman á Austurvelli þegar Alþingi kom saman eftir hlé í gær. Fólk var hvatt til þess að mæta og láta í sér heyra. Rétt eftir hádegi fór fólk að safnast saman og mótmælin eru einhver þau kröftugust og háværustu hingað til. Vísir var á staðnum.

Fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins gerðu hróp að þingheimi sem sat fastur inn í þinghúsinu fram eftir degi. Krafan var skýr:

„Vanhæf ríkisstjórn"

Nokkrum sinnum sauð uppúr og þurfti lögregla að beita piparúða og kylfum til þess að hafa hemil á fólkinu. Skyri var slett á lögregluna og hvellhettur voru sprengdar. Andrúmsloftið var rafmagnað.

Lögreglan var gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð en svaraði á móti að þeir væru einungis að verja þinghúsið.

Fimmtán klukkutímum síðar fóru síðustu mótmælendurnir heim til sín. Þá var búið að fella Oslóartréið við Austurvöll og brenna á báli.

Ljósmyndararnir Vilhelm Gunnarsson, Anton Brink Hansen og Gunnar V. Andrésson voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir. Einnig er hægt að horfa á myndband frá gærkvöldinu sem Daníel Friðriksson tók.



VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON
VILHELM GUNNARSSON



Fleiri fréttir

Sjá meira


×