Innlent

Lögregla efld með tækjum og mannafla harðni mótmæli

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að lögreglan verði efld bæði með tækjum og mannafla ef mótmæli gegn valdstjórninni harðna. Hann undrast samskipti Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG, við mótmælendur við þinghúsið í gærdag.

,,Ef að mótmæli verða harðari og mótmælendur einbeittari í því að brjóta á bak aftur valdsstjórnina þá þarf að útbúa hana þannig að hún geti tekist á við það viðfangsefni, bæði með tækjum og mannafla," sagði Björn í morgunfréttum Ríkisútvarpsins. Hann sagði að lögreglan hafi haldið afar vel á málum og neyðst til að grípa til aðgerða sem hann vilji helst ekki að gripið sé til hér á landi.

Björn sagði að skipuleggjendur mótmælanna hljóti líkt og stjórnvöld að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvort þetta sé rétt leið til að ná þeim árangri sem að sé stefnt.

Þá gerði Björn athugasemdir við samskipti Álfheiðar Ingadóttir, þingmanns Vinstri grænna, við mótmælendur í gær. ,,Menn töldu að hún væri að gefa mótmælendum einhverjar bendingar sem þeir töldu óþarfar." Jafnframt hafi viðbrögð Álfheiðar við lögreglumönnum á svæðinu vakið undrun þeirra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×