Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson skrifar 21. janúar 2009 06:00 Innsetning nýs forseta í Bandaríkjunum markar jafnan nokkur tímamót. Kjör manns af afrískum uppruna til þeirra áhrifa er merkisteinn á framfarabraut. Margir Bandaríkjamenn líta eðlilega á viðburðinn sem upphaf nýrra tíma. En það gera menn í víðari skilningi. Obama hefur þegar tekist að gerast boðberi endurnýjaðra gilda og vonar um betra samfélag. Sá ferski tónn hefur skapað jákvæð hughrif víðast hvar. Nýi forsetinn fær ekki neina hveitibrauðsdaga. Hann mætir flóknum og brýnum úrlausnarefnum heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Fjármálakreppan kallar á hiklausa forystu. Bandaríkin leika lykilhlutverk við lausn vandans fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þar er kallað á meiri víðsýni af hálfu Bandaríkjanna. Gagnvart öðrum þjóðum þarf nýr forseti að vinna til baka glatað traust. Fráfarandi forseta tókst að rýra trúverðugleika Bandaríkjanna með afdrifaríkari hætti en dæmi eru um áður. Margt bendir til að Obama hafi þegar búið til nýtt andrúmsloft og kveikt vonir um endurnýjað álit á Bandaríkjunum sem raunverulegrar forystuþjóðar lýðræðis og manngildis. Ferill nýja forsetans, allt frá pólitískri athafnasemi hans á háskólaárum, sýnir að líklegt er að hann eigi eftir að koma mörgum á óvart. Þannig gæti hann valdið ýmsum stuðningsmönnum vonbrigðum en um leið færst nær mörgum þeim sem hafa haft efasemdir um pólitík hans. Þetta gæti bæði gerst inn á við varðandi efnahagsstjórnina eins og út á við í samskiptum við önnur ríki. Kjör nýs forseta gefur Íslandi tækifæri til þess að freista þess að koma samskiptunum við Bandaríkin í samt lag. Einhvern veginn hefur kjölfestan farið úr íslenskri utanríkispólitík á síðustu árum eins og ýmsu öðru. Samskiptin við Bandaríkin eru hluti af þeim vanda. Staða okkar í Evrópu er annar hluti. Brotthvarf varnarliðsins héðan bar að með sérstökum hætti sem á vissan hátt þótti dæmigert fyrir Bush-stjórnina. Fyrir hinu getum við ekki lokað augunum að sú niðurlæging fyrir Ísland sem fólst í háttseminni við þá ákvörðun skrifast að talsverðu leyti á okkar eigin reikning. Viðræðurnar við stjórnvöld í Bandaríkjunum um framtíð varnarsamstarfsins byggðust á kolröngu stöðumati af Íslands hálfu og svipuðu oflæti og leiddi af sér ris og fall bankakerfisins. Afleiðingin varð brestur í samskiptum við bandalagsþjóð til margra ára. Segja má að það hafi verið fyrstu alvarlegu utanríkispólitísku mistök lýðveldistímans. Sú hugmyndafræði að Ísland geti án skuldbindinga spilað á stórveldi heimsins sitt á hvað til að tryggja hagsmuni sína frá einum tíma til annars er jafn fúin og hlutleysisstefnan á sinni tíð. Nánari Evrópusamvinna er því rökrétt framhald á aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Það breytir hins vegar ekki mikilvægi þess að treysta á ný samskiptin við Bandaríkin. Þeir fersku vindar sem fylgja stjórnarskiptunum þar í gær opna möguleika fyrir Ísland til að takast á við það viðfangsefni í ljósi nýrra aðstæðna, á nýjum forsendum og af fullu raunsæi. Það var löngum mikilvægur kjarni í utanríkispólitíkinni að fylgja þeim Evrópuþjóðum að málum sem stóðu vörð um tengslin yfir Atlantshafið. Nýjar aðstæður hafa ekki breytt þeirri þörf í tvíhliða samstarfi og í samvinnu með öðrum Evrópuþjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Innsetning nýs forseta í Bandaríkjunum markar jafnan nokkur tímamót. Kjör manns af afrískum uppruna til þeirra áhrifa er merkisteinn á framfarabraut. Margir Bandaríkjamenn líta eðlilega á viðburðinn sem upphaf nýrra tíma. En það gera menn í víðari skilningi. Obama hefur þegar tekist að gerast boðberi endurnýjaðra gilda og vonar um betra samfélag. Sá ferski tónn hefur skapað jákvæð hughrif víðast hvar. Nýi forsetinn fær ekki neina hveitibrauðsdaga. Hann mætir flóknum og brýnum úrlausnarefnum heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Fjármálakreppan kallar á hiklausa forystu. Bandaríkin leika lykilhlutverk við lausn vandans fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þar er kallað á meiri víðsýni af hálfu Bandaríkjanna. Gagnvart öðrum þjóðum þarf nýr forseti að vinna til baka glatað traust. Fráfarandi forseta tókst að rýra trúverðugleika Bandaríkjanna með afdrifaríkari hætti en dæmi eru um áður. Margt bendir til að Obama hafi þegar búið til nýtt andrúmsloft og kveikt vonir um endurnýjað álit á Bandaríkjunum sem raunverulegrar forystuþjóðar lýðræðis og manngildis. Ferill nýja forsetans, allt frá pólitískri athafnasemi hans á háskólaárum, sýnir að líklegt er að hann eigi eftir að koma mörgum á óvart. Þannig gæti hann valdið ýmsum stuðningsmönnum vonbrigðum en um leið færst nær mörgum þeim sem hafa haft efasemdir um pólitík hans. Þetta gæti bæði gerst inn á við varðandi efnahagsstjórnina eins og út á við í samskiptum við önnur ríki. Kjör nýs forseta gefur Íslandi tækifæri til þess að freista þess að koma samskiptunum við Bandaríkin í samt lag. Einhvern veginn hefur kjölfestan farið úr íslenskri utanríkispólitík á síðustu árum eins og ýmsu öðru. Samskiptin við Bandaríkin eru hluti af þeim vanda. Staða okkar í Evrópu er annar hluti. Brotthvarf varnarliðsins héðan bar að með sérstökum hætti sem á vissan hátt þótti dæmigert fyrir Bush-stjórnina. Fyrir hinu getum við ekki lokað augunum að sú niðurlæging fyrir Ísland sem fólst í háttseminni við þá ákvörðun skrifast að talsverðu leyti á okkar eigin reikning. Viðræðurnar við stjórnvöld í Bandaríkjunum um framtíð varnarsamstarfsins byggðust á kolröngu stöðumati af Íslands hálfu og svipuðu oflæti og leiddi af sér ris og fall bankakerfisins. Afleiðingin varð brestur í samskiptum við bandalagsþjóð til margra ára. Segja má að það hafi verið fyrstu alvarlegu utanríkispólitísku mistök lýðveldistímans. Sú hugmyndafræði að Ísland geti án skuldbindinga spilað á stórveldi heimsins sitt á hvað til að tryggja hagsmuni sína frá einum tíma til annars er jafn fúin og hlutleysisstefnan á sinni tíð. Nánari Evrópusamvinna er því rökrétt framhald á aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Það breytir hins vegar ekki mikilvægi þess að treysta á ný samskiptin við Bandaríkin. Þeir fersku vindar sem fylgja stjórnarskiptunum þar í gær opna möguleika fyrir Ísland til að takast á við það viðfangsefni í ljósi nýrra aðstæðna, á nýjum forsendum og af fullu raunsæi. Það var löngum mikilvægur kjarni í utanríkispólitíkinni að fylgja þeim Evrópuþjóðum að málum sem stóðu vörð um tengslin yfir Atlantshafið. Nýjar aðstæður hafa ekki breytt þeirri þörf í tvíhliða samstarfi og í samvinnu með öðrum Evrópuþjóðum.