Innlent

Mótmælin í nótt - myndskeið

Mótmælum í miðborg Reykjavíkur lauk um þrjúleytið í nótt. Einn lögreglumaður slasaðist alvarlega eftir að múrsteinum var kastað í höfuð hans, en hjálmur sem hann bar á höfðinu, kom í veg fyrir að ekki fór verr. Alls voru sjö lögreglumenn fluttir á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki hafa fengist upplýsingar að svo stöddu um það hvers eðlis meiðsl þeirra eru.

Þá beitti lögreglan táragasi í fyrsta sinn í sextíu ár og var táragasi varpað á mótmælendur um það bil tíu sinnum. Mótmælendur gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að kveikja elda fyrir utan Stjórnarráðið skömmu áður en mótmælunum lauk en lögreglan slökkti þá jafnharðan.

Hér að neðan geturðu séð myndasyrpu af mótmælunum. Myndirnar tók Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Fréttablaðinu.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×