Innlent

Sjö lögreglumenn leituðu á slysadeild

Mótmælendur slóu skjaldborg um lögreglumenn í nótt til að varna því að steinum yrði kastað í þá. Mynd/ Vilhelm.
Mótmælendur slóu skjaldborg um lögreglumenn í nótt til að varna því að steinum yrði kastað í þá. Mynd/ Vilhelm.
Sjö lögreglumenn þurftu að leita á slysadeild í nótt eftir grjótkast frá mótmælendum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem mest slasaðist fékk þungt höfuðhögg þegar múrsteini var kastað í höfuðið á honum og var fluttur burt frá Stjórnarráðinu, þar sem mótmælin fóru fram, i sjúkrabíl. Hann var á sjúkrahúsi til eftirlits í nótt. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að maðurinn hafi verið með hjálm en hafi engu að síður fengið mikið högg. Hinir sex lögreglumennirnir slösuðust minna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×