Innlent

Sjö lögreglumenn leituðu á slysadeild

Mótmælendur slóu skjaldborg um lögreglumenn í nótt til að varna því að steinum yrði kastað í þá. Mynd/ Vilhelm.
Mótmælendur slóu skjaldborg um lögreglumenn í nótt til að varna því að steinum yrði kastað í þá. Mynd/ Vilhelm.
Sjö lögreglumenn þurftu að leita á slysadeild í nótt eftir grjótkast frá mótmælendum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem mest slasaðist fékk þungt höfuðhögg þegar múrsteini var kastað í höfuðið á honum og var fluttur burt frá Stjórnarráðinu, þar sem mótmælin fóru fram, i sjúkrabíl. Hann var á sjúkrahúsi til eftirlits í nótt. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að maðurinn hafi verið með hjálm en hafi engu að síður fengið mikið högg. Hinir sex lögreglumennirnir slösuðust minna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×