Gangstéttarhellan sem rotaði lögreglumanninn var 3,5 kíló 22. janúar 2009 12:29 Lögreglumenn urðu allir fyrir grjótkasti í gær. NORDICPHOTSO/ÞORGEIR Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir ekki standa til að taka harðar á mótmælendum eftir atburði gærdagsins. Lögreglan meti aðstæður hverju sinni og hingað til hafi hún sýnt þolinmæði. Breyting hafi hinsvegar orðið á því í gær. Lögregluþjónn rotaðist eftir að hafa fengið steinhnullung sem vó 3,5 kg í höfuðið. Áður hafði hann fengið 3 til 4 hnullunga í sig. Stefán segir að tekið verði á grjótkösturunum af fullri hörku. „Við höfum ekki gripið til aðgerða hingað til nema það hafi verið lífsnauðsynlegt, hvort heldur sé með piparúða, kylfur og svo táragas í gærkvöldi," segir Stefán og bendir á að í nótt þegar gasinu var sleppt hafi lögreglan staðið frammi fyrir alvarlegum aðsúg sem gerður var að lögreglu fyrirvaralaust. „Það rigndi grjóti yfir lögreglumenn, stórum hnullungum, múrsteinum og ýmsu öðru. Þar slösuðust tveir alvarlega og á sama tíma var stórt bál kveikt fyrir framan þinghúsið og bensíni var skvett á aðaldyrnar og reynt að kveikja í. Okkar mat var að nauðsynlegt væri að tryggja að ekki yrði kveikt í og að mótmælendur eða lögregla myndu slasast alvarlega. Því ákváðum við að brjóta upp þennan hóp," segir Stefán. Hann segir ágætlega hafa gengið að rýma Austurvöll og þá hafi lögreglumenn einnig farið og reynt að verja Stjórnarráðið en þar voru rúður brotnar og skemmdir unnar. „Það þarf mikinn ásetning og einbeitann brotavilja til þess að kasta hnullungi sem er 3,5 kíló af fullu afli," segir Stefán en það var þyngdin á hnullungnum sem rotaði einn lögreglumann sem missti meðvitund við höggið. Hann segir alla lögreglumennina hafa orðið fyrir grjótkasti. Enginn var hinsvegar handtekinn í gær en Stefán segir að lögreglan eigi töluvert af myndefni frá atburðunum úr öryggismyndavélum. „Þar sjást hverjir það eru sem eru að kasta grjóti og við munum fara vel og vandlega yfir það. Því verður síðan fylgt eftir af fullri hörku." Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir ekki standa til að taka harðar á mótmælendum eftir atburði gærdagsins. Lögreglan meti aðstæður hverju sinni og hingað til hafi hún sýnt þolinmæði. Breyting hafi hinsvegar orðið á því í gær. Lögregluþjónn rotaðist eftir að hafa fengið steinhnullung sem vó 3,5 kg í höfuðið. Áður hafði hann fengið 3 til 4 hnullunga í sig. Stefán segir að tekið verði á grjótkösturunum af fullri hörku. „Við höfum ekki gripið til aðgerða hingað til nema það hafi verið lífsnauðsynlegt, hvort heldur sé með piparúða, kylfur og svo táragas í gærkvöldi," segir Stefán og bendir á að í nótt þegar gasinu var sleppt hafi lögreglan staðið frammi fyrir alvarlegum aðsúg sem gerður var að lögreglu fyrirvaralaust. „Það rigndi grjóti yfir lögreglumenn, stórum hnullungum, múrsteinum og ýmsu öðru. Þar slösuðust tveir alvarlega og á sama tíma var stórt bál kveikt fyrir framan þinghúsið og bensíni var skvett á aðaldyrnar og reynt að kveikja í. Okkar mat var að nauðsynlegt væri að tryggja að ekki yrði kveikt í og að mótmælendur eða lögregla myndu slasast alvarlega. Því ákváðum við að brjóta upp þennan hóp," segir Stefán. Hann segir ágætlega hafa gengið að rýma Austurvöll og þá hafi lögreglumenn einnig farið og reynt að verja Stjórnarráðið en þar voru rúður brotnar og skemmdir unnar. „Það þarf mikinn ásetning og einbeitann brotavilja til þess að kasta hnullungi sem er 3,5 kíló af fullu afli," segir Stefán en það var þyngdin á hnullungnum sem rotaði einn lögreglumann sem missti meðvitund við höggið. Hann segir alla lögreglumennina hafa orðið fyrir grjótkasti. Enginn var hinsvegar handtekinn í gær en Stefán segir að lögreglan eigi töluvert af myndefni frá atburðunum úr öryggismyndavélum. „Þar sjást hverjir það eru sem eru að kasta grjóti og við munum fara vel og vandlega yfir það. Því verður síðan fylgt eftir af fullri hörku."
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira