Farið verður yfir valdbeitingu lögreglu 22. janúar 2009 06:00 Ljósmyndari fær hér að kynnast úðanum, en hann var meðal mótmælenda sem var verið að ýta út af gangstíg í Alþingisgarðinum. Mótmælendur hafa spurt hvernig og við hvaða aðstæður megi réttlæta notkun slíkra tóla, en reglur um valdbeitingu lögreglu eru leyndarmál. Mynd/Jóhannes Gunnar Skúlason Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi.„Að sjálfsögðu fer lögreglan yfir atburði síðustu daga og finni hún dæmi um að lögreglumenn hafi farið yfir strikið, verður kæru eða ábendingu komið til ríkissaksóknara. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri.Séð inn gangstíginn Lögreglukonan virðir hér fyrir sér kvikmyndatökumann, sem fékk síðar úðann yfir sig. Henni virðist ekki standa ógn af honum. Mynd/Páll HilmarssonHann var spurður um ásakanir um harðræði lögreglu í mótmælunum og sérstaklega mál Páls Hilmarssonar ljósmyndara sem ætlar að kæra lögreglukonu sem mun hafa sprautað í andlit hans og fleiri manna, án þess að það hefði sýnilegan tilgang. „Ég þekki það ekki, en ég er alveg sannfærður um það að menn eiga fjölmargar myndir af því sem þarna gerist og það er eflaust hægt að setja það í slæmt ljós,“ segir Stefán. Aldrei líti huggulega út þegar lögregla neyðist til að beita valdi og það geri hún ekki nema nauðsynlegt sé. Um slíka valdbeitingu gildi skýrar reglur. Spurður um þessar reglur, það er hvenær og hvernig lögregla megi beita valdi, segir Stefán að þær séu ekki aðgengilegar almenningi. Talið sé nauðsynlegt vegna öryggis lögreglumanna að þær séu ekki á allra vitorði og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest þá túlkun. Páll Hilmarsson hefur lýst því hvernig lögreglukona ein stóð í öruggri fjarlægð frá mótmælendum bak við grindverk. Hún hafi svo gengið að grindverkinu fyrirvaralaust og sprautað yfir fólkið. Þetta hafi verið gert þrisvar án viðvörunar. Fleiri mótmælendur hafa lýst óþyrmilegri valdbeitingu löggæslumanna, en aðrir í hópi þeirra benda á að lögreglan sé fámenn og ekki undir slík fjöldamótmæli búin. Tiltölulega fáir hafi særst og lögreglan því staðið sig vel miðað við aðstæður. klemens@frettabladid.is Gas Hér sést hvernig konan teygir sig út yfir grindverkið og úðar á þá sem fyrir neðan eru. Mynd/Páll Hilmarsson Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi.„Að sjálfsögðu fer lögreglan yfir atburði síðustu daga og finni hún dæmi um að lögreglumenn hafi farið yfir strikið, verður kæru eða ábendingu komið til ríkissaksóknara. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri.Séð inn gangstíginn Lögreglukonan virðir hér fyrir sér kvikmyndatökumann, sem fékk síðar úðann yfir sig. Henni virðist ekki standa ógn af honum. Mynd/Páll HilmarssonHann var spurður um ásakanir um harðræði lögreglu í mótmælunum og sérstaklega mál Páls Hilmarssonar ljósmyndara sem ætlar að kæra lögreglukonu sem mun hafa sprautað í andlit hans og fleiri manna, án þess að það hefði sýnilegan tilgang. „Ég þekki það ekki, en ég er alveg sannfærður um það að menn eiga fjölmargar myndir af því sem þarna gerist og það er eflaust hægt að setja það í slæmt ljós,“ segir Stefán. Aldrei líti huggulega út þegar lögregla neyðist til að beita valdi og það geri hún ekki nema nauðsynlegt sé. Um slíka valdbeitingu gildi skýrar reglur. Spurður um þessar reglur, það er hvenær og hvernig lögregla megi beita valdi, segir Stefán að þær séu ekki aðgengilegar almenningi. Talið sé nauðsynlegt vegna öryggis lögreglumanna að þær séu ekki á allra vitorði og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest þá túlkun. Páll Hilmarsson hefur lýst því hvernig lögreglukona ein stóð í öruggri fjarlægð frá mótmælendum bak við grindverk. Hún hafi svo gengið að grindverkinu fyrirvaralaust og sprautað yfir fólkið. Þetta hafi verið gert þrisvar án viðvörunar. Fleiri mótmælendur hafa lýst óþyrmilegri valdbeitingu löggæslumanna, en aðrir í hópi þeirra benda á að lögreglan sé fámenn og ekki undir slík fjöldamótmæli búin. Tiltölulega fáir hafi særst og lögreglan því staðið sig vel miðað við aðstæður. klemens@frettabladid.is Gas Hér sést hvernig konan teygir sig út yfir grindverkið og úðar á þá sem fyrir neðan eru. Mynd/Páll Hilmarsson
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira