Rassskellir sýknaður í Hæstarétti 22. janúar 2009 16:48 Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa slegið tvisvar til þrisvar sinnum drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. Þá er hann jafnframt ákærður fyrir að hafa ráðist á vinkonu sína og móður drengjana og slegið hana á beran rassinn og ber læri með beltisól með þeim afleiðingum að hún hlaut mar. Með dómnum var staðfest niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 14. ágúst 2008. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot og líkamsárás, en til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum, vegna brota sinna gegn drengjunum. Hann er hins vegar ákærður fyrir líkamsárás vegna brota sinna gegn konunni. Konan bar fyrir dómi að eftir að hún kynntist manninum vorið 2006 hafi hann sýnt áhuga á að hitta syni hennar og talað um að það ætti að refsa þeim með flengingum ef þeir væru óþekkir. Hann hafi viljað fá að vita um hvert einasta skipti sem þeir gerðu eitthvað af sér. Konan kveðst hafa orðið við þessu og gert ákærða aðvart ef drengirnir höfðu verið óþekkir. Þegar hann kom heim til hennar hafi hann þá farið með annan drenginn í einu inn í herbergi og rassskellt hann. Hann hafi viljað hafa drenginn einan hjá sér inni í herbergi og ekki viljað hafa hana viðstadda. Hún hafi verið frammi í stofu á meðan. Hún hafi vitað af því að ákærði ætlaði að rassskella þá og samþykkt það. Henni hafi þó ekki fundist rétt að gera þetta. Hafi hún síðar farið að leyna því fyrir ákærða þótt drengirnir hefðu verið óþægir. Það hafi hún gert til að vernda drengina. Ákærði hafi látið það gott heita. Hún hafi tekið þá ákvörðun að hann kæmi ekki meira nálægt drengjunum, alla vega þannig að þeir yrðu aldrei einir með honum. Þegar faðir drengjanna, sem býr ekki með móðurinni, uppgötvaði brotin tilkynnti hann þau. Fyrir dómi kom fram að maðurinn hafið slegið konuna með belti þegar þau voru í kynlífsleikjum. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki hafi verið talið sannað að maðurinn hefði áreitt drengina kynferðislega. Þá var jafnframt tekið fram í dómi Hæstaréttar að ekki hefði tekist að sanna að háttsemi mannsins hefði farið út fyrir mörk barnverndaralaga. Ekki var heldur talið sannað að maðurinn hefði haft ásetning til að slá konuna umfram það sem samþykki hennar hefði staðið til. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu mannsins af kröfum ákæruvaldsins. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa slegið tvisvar til þrisvar sinnum drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. Þá er hann jafnframt ákærður fyrir að hafa ráðist á vinkonu sína og móður drengjana og slegið hana á beran rassinn og ber læri með beltisól með þeim afleiðingum að hún hlaut mar. Með dómnum var staðfest niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 14. ágúst 2008. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot og líkamsárás, en til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum, vegna brota sinna gegn drengjunum. Hann er hins vegar ákærður fyrir líkamsárás vegna brota sinna gegn konunni. Konan bar fyrir dómi að eftir að hún kynntist manninum vorið 2006 hafi hann sýnt áhuga á að hitta syni hennar og talað um að það ætti að refsa þeim með flengingum ef þeir væru óþekkir. Hann hafi viljað fá að vita um hvert einasta skipti sem þeir gerðu eitthvað af sér. Konan kveðst hafa orðið við þessu og gert ákærða aðvart ef drengirnir höfðu verið óþekkir. Þegar hann kom heim til hennar hafi hann þá farið með annan drenginn í einu inn í herbergi og rassskellt hann. Hann hafi viljað hafa drenginn einan hjá sér inni í herbergi og ekki viljað hafa hana viðstadda. Hún hafi verið frammi í stofu á meðan. Hún hafi vitað af því að ákærði ætlaði að rassskella þá og samþykkt það. Henni hafi þó ekki fundist rétt að gera þetta. Hafi hún síðar farið að leyna því fyrir ákærða þótt drengirnir hefðu verið óþægir. Það hafi hún gert til að vernda drengina. Ákærði hafi látið það gott heita. Hún hafi tekið þá ákvörðun að hann kæmi ekki meira nálægt drengjunum, alla vega þannig að þeir yrðu aldrei einir með honum. Þegar faðir drengjanna, sem býr ekki með móðurinni, uppgötvaði brotin tilkynnti hann þau. Fyrir dómi kom fram að maðurinn hafið slegið konuna með belti þegar þau voru í kynlífsleikjum. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki hafi verið talið sannað að maðurinn hefði áreitt drengina kynferðislega. Þá var jafnframt tekið fram í dómi Hæstaréttar að ekki hefði tekist að sanna að háttsemi mannsins hefði farið út fyrir mörk barnverndaralaga. Ekki var heldur talið sannað að maðurinn hefði haft ásetning til að slá konuna umfram það sem samþykki hennar hefði staðið til. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu mannsins af kröfum ákæruvaldsins.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira