Innlent

AGS styður stefnu en ekki flokka

„Mörg ríki hafa farið í gegnum kosningar og sum hafa jafnvel skipt um ríkisstjórn á meðan unnið er eftir áætlun Sjóðsins, án þess að áætlunin truflist mikið," segir Mark Flanagan, yfirmaður áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi, í tölvupósti til Fréttablaðsins, aðspurður hvort kosningar eða breytt ríkisstjórn myndi hafa áhrif á samstarfið við sjóðinn.

„Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja góðar stefnur og eins lengi og viðeigandi stefna er við lýði á Íslandi mun áætlunin halda áfram."- ss







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×