Innlent

Stefnt að framboði grasrótarhreyfinga

Á fundi talsmanna fjölmargra grasrótarhreyfinga um lýðræðisumbætur í dag var samþykkt að vinna að framboði við næstu kosningar.

Samþykkt var að tengja saman grasrótina og mynda samstöðu breiðfylkingar með það meginmarkmið að koma á nauðsynlegum breytingum og umbótum á íslensku samfélagi, að fram kemur í tilkynningu.

,,Breytingum sem ekki verður undan vikist að gera í kjölfar efnahagshruns þjóðarinnar, allt frá bráðaaðgerðum til varnar heimilum og atvinnulífi til endurreisnar lýðræðis á Íslandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×