Vonar að Davíð verði látinn fara úr Seðlabankanum 25. janúar 2009 17:05 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vonar að Sjálfstæðisflokkurinn sjái til þess að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrum formaður flokksins, verði látinn víkja. Hún segir að með afsögn Björgvins G. Sigurðarssonar, Viðskiptaráðherra, og stjórnar Fjármálaeftirlitsins hafi ákveðið skref verið stigið. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Ragnheiður vonar að flokkur sinn hafi kjark til að stíga sama skref með bankaráð bankastjóra Seðlabankans. Ragnheiður hefur áður talað á þessum nótum. Í byrjun nóvember sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísi að hún teldi að bankastjórar og bankaráð Seðlabankans ættu að víkja. Hún sagði Davíð grafa undan forystu Sjálfstæðisflokksins. Skömmu síðar sagðist hún hafa fengið ákúrur frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum fyrir að viðra skoðanir sínar um málið opinberlega. Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Efast um að stjórnin lifi daginn af Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Björgvin G. Sigurðsson hafi áttað sig á því að ríkisstjórnin eigi ekki langt eftir og hafi þar af leiðandi sagt af sér. Sigmundur segir að það eigi hugsanlega eftir að gagnast honum. 25. janúar 2009 12:47 Þiggur ekki biðlaun Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan. 25. janúar 2009 11:32 Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. 25. janúar 2009 10:38 Ákvörðun Björgvins eðlileg - vill þjóðstjórn Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir mikil tíðindi felast í ákvörðun Björgvins G. Sigurðssonar að láta af embætti viðskiptaráðherra. ,,Ég skil vel afstöðu Björgvins og tel að hún sé eðlileg og rétt." 25. janúar 2009 12:28 Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint. 25. janúar 2009 11:51 Utanþingsstjórn nauðsynleg Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta. ,,Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum," segir í tilkynningu. 25. janúar 2009 09:09 Utanþingsstjórn vænlegur kostur Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hér sé stjórnarkreppa og að utanþingsstjórn sé vænlegur kostur í stöðunni. Hann telur að stjórnmálaflokkarnir eigi í ljósi stjórnmálaástandsins og veikinda formanna stjórnarflokkanna að íhuga myndun utanþingsstjórnar. 25. janúar 2009 13:37 Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn ,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins. 25. janúar 2009 11:22 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vonar að Sjálfstæðisflokkurinn sjái til þess að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrum formaður flokksins, verði látinn víkja. Hún segir að með afsögn Björgvins G. Sigurðarssonar, Viðskiptaráðherra, og stjórnar Fjármálaeftirlitsins hafi ákveðið skref verið stigið. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Ragnheiður vonar að flokkur sinn hafi kjark til að stíga sama skref með bankaráð bankastjóra Seðlabankans. Ragnheiður hefur áður talað á þessum nótum. Í byrjun nóvember sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísi að hún teldi að bankastjórar og bankaráð Seðlabankans ættu að víkja. Hún sagði Davíð grafa undan forystu Sjálfstæðisflokksins. Skömmu síðar sagðist hún hafa fengið ákúrur frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum fyrir að viðra skoðanir sínar um málið opinberlega.
Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Efast um að stjórnin lifi daginn af Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Björgvin G. Sigurðsson hafi áttað sig á því að ríkisstjórnin eigi ekki langt eftir og hafi þar af leiðandi sagt af sér. Sigmundur segir að það eigi hugsanlega eftir að gagnast honum. 25. janúar 2009 12:47 Þiggur ekki biðlaun Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan. 25. janúar 2009 11:32 Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. 25. janúar 2009 10:38 Ákvörðun Björgvins eðlileg - vill þjóðstjórn Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir mikil tíðindi felast í ákvörðun Björgvins G. Sigurðssonar að láta af embætti viðskiptaráðherra. ,,Ég skil vel afstöðu Björgvins og tel að hún sé eðlileg og rétt." 25. janúar 2009 12:28 Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint. 25. janúar 2009 11:51 Utanþingsstjórn nauðsynleg Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta. ,,Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum," segir í tilkynningu. 25. janúar 2009 09:09 Utanþingsstjórn vænlegur kostur Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hér sé stjórnarkreppa og að utanþingsstjórn sé vænlegur kostur í stöðunni. Hann telur að stjórnmálaflokkarnir eigi í ljósi stjórnmálaástandsins og veikinda formanna stjórnarflokkanna að íhuga myndun utanþingsstjórnar. 25. janúar 2009 13:37 Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn ,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins. 25. janúar 2009 11:22 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12
Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55
Efast um að stjórnin lifi daginn af Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Björgvin G. Sigurðsson hafi áttað sig á því að ríkisstjórnin eigi ekki langt eftir og hafi þar af leiðandi sagt af sér. Sigmundur segir að það eigi hugsanlega eftir að gagnast honum. 25. janúar 2009 12:47
Þiggur ekki biðlaun Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan. 25. janúar 2009 11:32
Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. 25. janúar 2009 10:38
Ákvörðun Björgvins eðlileg - vill þjóðstjórn Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir mikil tíðindi felast í ákvörðun Björgvins G. Sigurðssonar að láta af embætti viðskiptaráðherra. ,,Ég skil vel afstöðu Björgvins og tel að hún sé eðlileg og rétt." 25. janúar 2009 12:28
Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint. 25. janúar 2009 11:51
Utanþingsstjórn nauðsynleg Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta. ,,Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum," segir í tilkynningu. 25. janúar 2009 09:09
Utanþingsstjórn vænlegur kostur Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hér sé stjórnarkreppa og að utanþingsstjórn sé vænlegur kostur í stöðunni. Hann telur að stjórnmálaflokkarnir eigi í ljósi stjórnmálaástandsins og veikinda formanna stjórnarflokkanna að íhuga myndun utanþingsstjórnar. 25. janúar 2009 13:37
Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn ,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins. 25. janúar 2009 11:22