Innlent

Stjórnarsamstarfinu slitið

Stjórnarsamstarfinu er lokið. Þetta er niðurstaða formanna stjórnarflokkanna, sagði Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokkins, á fundi með fréttamönnum nú rétt eftir klukkan eitt. Samfylkingin gerði kröfu um að forsætisráðuneytið færðist yfir til Samfylkingarinnar. Það er með öllu óaðgengileg krafa fyrir sjálfstæðismenn. Þetta var einn helsti ásteytingarsteinninn varðandi frekara stjórnarsamstarf. Geir sagði hins vegar að það hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi.

Geir sagðist vilja þjóðstjórn sem að allir eða flestir flokkanna á þingi kæmu að. Hann sagði jafnframt að hann myndi ganga á fund forseta Íslands í dag og biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt.

Geir sagði að þingflokkur Samfylkingarinnar væri mjög sundurleitur. Ingibjörg Sólrún væri límið sem hefði haldið ríkisstjórninni saman og stjórnarsamstarfið liði fyrir það þegar að hennar nyti ekki við.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×