Innlent

Jónas sinnir frágangi verkefna

Jónas Fr. Jónsson.
Jónas Fr. Jónsson.

Ragnar Hafliðason mun fara með ákvarðanatökuvald í Fjármálaeftirlitinu næstu vikur. Fréttastofa hafði það eftir upplýsingafulltrúa FME í morgun að Jónas Fr. Jónsson væri enn forstjóri og yrði það til 1. mars næstkomandi. Það væri í samræmi við ákvörðun stjórnar þegar samið var um starfslok Jónasar.

Sigurður Valgeirsson upplýsingafulltrúi stofnunarinnar hafði hins vegar samband á ný og greindi frá því að þrátt fyrir að Jónas verði við störf fram til þarnæstu mánaðarmóta þá muni hann sinna frágangi verkefna og aðstoða stofnunina að öðru leyti.

Ragnar er aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.




Tengdar fréttir

Jónas Fr. hætti í gær

Björgvin G. Sigurðsson sem sagði af sér embætti viðskiptaráðherra í gær segist hafa íhugað það alvarlega að segja af sér embætti í nóvember. Þetta kom fram í máli Björgvins sem er gestur Bubba Morthens í þættinum Færibandið á Rás 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×