Íslenski boltinn

Jóhann Berg samdi við AZ Alkmaar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson hefur gert fimm ára samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar. Jóhann Berg lék með Breiðabliki í Landsbankadeild karla í sumar og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar á lokahófi KSÍ nú í haust. Samkvæmt heimildum fréttastofu fær Breiðablik allt að 40 milljónir króna fyrir Jóhann Berg en það á eftir að koma endanlega í ljós. Jóhann Berg mun hefja strax æfingar með AZ en hann var lengi vel á leið til Coventry í Englandi. Ekkert varð úr þeim félagaskiptum en hann var einnig orðaður við HSV í Þýskalandi og Heerenveen í Hollandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×