Erlent

Obama tók einkaþotu af Citibank

Óli Tynes skrifar
Kvurn langar sosum ekki í eina sona ?
Kvurn langar sosum ekki í eina sona ?

Bankastjórn Citibank leist sérlega vel á nýju Falcon 7X einkaþotuna. Þrír hreyflar, tólf leðursæti, flottur eikarbar og eldhús og hægt að fljúga í einum áfanga til Saudi-Arabíu.

Þeir plonkuðu því fimm komma sjö milljörðum króna á borðið og pöntuðu eina.

Segir nú af Barack nokkrum Obama sem veitir forstöðu ríkisstjórn sem nýlega skóflaði fimmþúsundeitthundraðsextíuogeinum milljarði króna í Citibank til þess að hann færi ekki á hausinn.

Obama þessi býr í hvítu húsi í Washington. Úr hvíta húsinu var hringt í Citibank. Bankastjórn Citibank er hætt við að kaupa sér flugvél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×