Kallaður þjófur á þingi Evrópuráðsins Breki Logason skrifar 29. janúar 2009 20:15 Ellert B. Schram Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingar var staddur á þingi Evrópuráðsins í Strassbourg í vikunni. Þegar verið var að ræða stöðuna í fjármálaheiminum kvaddi hann sér hljóðs og talaði um beitingu breta á hryðjuverkalögunum. Breskir þingmenn gerðu þá hróp að Ellerti og sökuðu íslendinga um að hafa stolið öllum peningunum af breskum sparifjáreigendum. Ellerti var brugðið. Ellert er fulltrúi Alþingis í Evrópuráðinu ásamt Guðfinnu Bjarnadóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Steingrími J. Sigfússyni. Þau Guðfinna flugu út á sunnudag og sátu umrætt þing. Hópnum var síðan skipt í flokkagrúppur og fór Ellert í hóp með sósíal demókrötum þar sem rætt var um stöðuna í fjármálaheiminum. Meðal annars tók Robert Wade sem komið hefur hingað til lands þátt í umræðunum. Ísland var í kastljósinu að sögn Ellerts og rætt um ástandið hér sem aðvörun til hinna. „Í þessari umræðu kvaddi ég mér hljóðs og gerði grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í. Þar dró ég ekkert undan og sagði að við bærum að mestu leyti sjálf ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Síðan gerði ég það að umtalsefni hvernig bretarnir veittu okkur náðarhöggið með beitingu hryðjuverkalaganna," segir Ellert en þau ummæli vöktu mikil viðbrögð. „Þá var hrópað að mér að við hefðum stolið öllum peningunum af bretunum og ætluðum ekki að borga til baka. Það urðu hálfgerð uppsteyt þarna en ég sagðist bara geta sýnt þeim listann. Þetta voru fullttrúar Verkamannaflokksins í Bretlandi en ljóst er að stemmningin var rafmögnuð," segir Ellert sem var nokkuð brugðið við hróp þingmannanna. „Mér fannst líka á andrúmsloftinu og viðbrögðum fólks að okkur er vorkennt fyrir þá stöðu sem við erum í." Þó kom eitt og annað út úr þinginu en Ellert og félagar höfðu lagt fram tillögu þar sem velt er fyrir sér hvort þessi beitingi hryðjuverkalaganna stangist á við mannréttindi. „Það var samþykkt að taka það mál til meðferðar og því var vísað til nefndar sem á að skila skýrslu til þingsins," segir Ellert en þingið hittist fjórum sinnum á ári. Því má búast við niðurstöðu annaðhvort í apríl eða júní. „Allavega einhverntíma á þessu ári." Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingar var staddur á þingi Evrópuráðsins í Strassbourg í vikunni. Þegar verið var að ræða stöðuna í fjármálaheiminum kvaddi hann sér hljóðs og talaði um beitingu breta á hryðjuverkalögunum. Breskir þingmenn gerðu þá hróp að Ellerti og sökuðu íslendinga um að hafa stolið öllum peningunum af breskum sparifjáreigendum. Ellerti var brugðið. Ellert er fulltrúi Alþingis í Evrópuráðinu ásamt Guðfinnu Bjarnadóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Steingrími J. Sigfússyni. Þau Guðfinna flugu út á sunnudag og sátu umrætt þing. Hópnum var síðan skipt í flokkagrúppur og fór Ellert í hóp með sósíal demókrötum þar sem rætt var um stöðuna í fjármálaheiminum. Meðal annars tók Robert Wade sem komið hefur hingað til lands þátt í umræðunum. Ísland var í kastljósinu að sögn Ellerts og rætt um ástandið hér sem aðvörun til hinna. „Í þessari umræðu kvaddi ég mér hljóðs og gerði grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í. Þar dró ég ekkert undan og sagði að við bærum að mestu leyti sjálf ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið. Síðan gerði ég það að umtalsefni hvernig bretarnir veittu okkur náðarhöggið með beitingu hryðjuverkalaganna," segir Ellert en þau ummæli vöktu mikil viðbrögð. „Þá var hrópað að mér að við hefðum stolið öllum peningunum af bretunum og ætluðum ekki að borga til baka. Það urðu hálfgerð uppsteyt þarna en ég sagðist bara geta sýnt þeim listann. Þetta voru fullttrúar Verkamannaflokksins í Bretlandi en ljóst er að stemmningin var rafmögnuð," segir Ellert sem var nokkuð brugðið við hróp þingmannanna. „Mér fannst líka á andrúmsloftinu og viðbrögðum fólks að okkur er vorkennt fyrir þá stöðu sem við erum í." Þó kom eitt og annað út úr þinginu en Ellert og félagar höfðu lagt fram tillögu þar sem velt er fyrir sér hvort þessi beitingi hryðjuverkalaganna stangist á við mannréttindi. „Það var samþykkt að taka það mál til meðferðar og því var vísað til nefndar sem á að skila skýrslu til þingsins," segir Ellert en þingið hittist fjórum sinnum á ári. Því má búast við niðurstöðu annaðhvort í apríl eða júní. „Allavega einhverntíma á þessu ári."
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira