Innlent

Ný ríkisstjórn kynnt við styttu Jón Sigurðssonar

Jóhanna Sigurðardóttir, væntanlegur forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, væntanlegur forsætisráðherra.

Stefnt er að því að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna verði kynnt við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli klukkan sex í kvöld þar sem búsáhaldabyltingin svokallaða hófst. Gert er ráð fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gangi á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eftir hádegið og að forseti feli Jóhönnu Sigurðardóttur umboð til að mynda stjórn. Að öllum líkindum verður kosið laugardaginn 25. apríl.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði við fréttamanna að öll vinna sé unnin á grundvelli tilboðs framsóknarmanna frá því í seinustu viku.

Viðræðunefndir Samfylkingar og Vinstri grænna komu saman til fundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tíu í morgun. Sá fundur stóð í tæpa klukkustund en þá yfirgáfu Jóhanna og Össur Skarphéðinsson þinghúsið.

Össur sagðist þurfa að kanna ákveðna hluti en fullyrti að ekki væri mikil handavinna eftir. Talið er líklegt að Jóhanna hafi farið á fund Bjargar Thorarensen og bjóða henni að taka sæti í stjórninni sem ráðherra dómsmála.


Tengdar fréttir

Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram

Viðræðunefndir Samfylkingar og Vinstri grænna komu saman til fundar í herbergi forsætisnefndar Alþingis í Alþingishúsinu klukkan hálf tíu og sögðu samningamenn við fréttamann rétt fyrir fundinn að þau ætluðu ekki að standa upp af þessum fundi fyrr en að því verki loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×