Innlent

Dýrmætum tíma sóað í tilraunastarfsemi

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert útilokað í því að flokkur hans komi að borðinu ef minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með stuðningi Framsóknar gengur ekki upp. Hann segir ferlið sem fór í gang eftir að ríkisstjórnin sprakk hafa verið ólánlegt og síðasta vika hafi verið sóun á tíma. Bjarni er meðal gesta í þættinum Vikulokin á Rás 1.

„Við erum í því sem við höfum kallað björgunarleiðangur og eldarnir eru víða hjá heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Fráfarandi ríkisstjórn hafði gripið til margvíslegar aðgerða," sagði Bjarni og bætti því við að sú tæpa vika sem nú er liðini hafi verið sóun á dýrmætum tíma í tilraunarstarfsemi.

„Menn taka því fagnandi að verið sé a þróa lýðræðið og feta sig áfram með því að koma á minnihlutastjórn með stuðningi því þessir flokkar telja sig ekki hafa nægilegan stuðning kjósenda til að taka þátt í slíku samstarfi. Síðan er talað um utanaðkomandi aðila til þess að setjast í ríkisstjórn væntanlega vegna þess að þessir flokkar telja sig ekki geta nýtt þá starfskrafta sem eru til staðar í þingflokkunum. Nú þegar svo fáar vikur eru til þingloka er búið að sóa heillri viku í þessar viðræður og þetta skraf," sagði Bjarni.

Hann sagði þetta ekki vera til þess fallið að auka trúverðugleika á stjórnarfarinu í landinu og tók dæmi um ummæli Alþjóða gjladeyrissjóðsins sem ekki vildi lækka vexti þar sem óvissa væri í stjórnarfarinu hér á landi.

Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til þess að koma aftur inn ef þetta samstarf gengi ekki upp sagði Bjarni:

„Við ætlum ekki að reyna að ryðja okkur inn í þetta ferli sem er í gangi núna. Við höfum lagt áherslu á það að sýna ábyrgð og festu í stjórnarfarinu fram að kosningum," sagði Bjarni og bætti því svo við að hann teldi ekkert útilokað í þeim efnum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×