Erlent

London er ekki Reykjavík við Thames ána

„London er ekki Reykjavík við Thames ána," sagði Gordon Brown forsæisráðherra Breta á Davos fundinum í gær þegar hann ræddi ástandið í efnahagsmálum heimsins.

Gordon Brown varði efnahagsstjórn Bretlands í samtali við Christíönu Amanposr, fréttakonu CNN á fundi helstu áhrifamanna í viðskiptum og stjórnmálum sem fram fer árlega í Davos í Sviss.

Amanpour hóf spjall þeirra á að lýsa ástandinu á Bretlandi. Skuldum vafinn eyja í Atlantashafinu með fallandi gjaldmiðil og rísandi verðbólgu. Hljómar kunnulega. Enda var það fyrsta sem hin fræga fréttakona spurði Brown þetta.

Brown brosti í kampin og neitaði. Hann hóf síðan að útskýra allar þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á Bretlandi síðan í september.

Spurning Amanpour og samlíking við Ísland er tilvísun i ummæli Jim Rogers sem hefur rannsakað efnhagshrunið og þeirrar skoðunnar að illa hafi verið að verki staðið undanfarna mánuði í Bretlandi. Staðan þar sé svo slæm að ástandið í London, fjármálamiðstöð heimsins, sé engu skárra en í litlu Reykjavík. Þar sem allt sé á hausnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×