Lífið

Herra heilbrigði gripinn með hasspípu

Michael Phelps með hasspípuna.
Michael Phelps með hasspípuna. MYND/NOW

Sundkappinn Michael Phelps sló flestum öðrum við á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Hann er fjórtánfaldur Ólympíugullverðlaunahafi og sumir myndu segja táknmynd heilbrigðarinnar og mikil fyrirmynd. Breska götublaðið News of the World birtir hinsvegar mynd af Phelps í dag þar sem hann sést reykja hasspípu.

„Þetta er furðuleg ljósmynd sem gæti eyðilagt feril stórkostlegasta keppanda í sögu Ólympíuleikanna," segir blaðð í grein sinni en myndin er síðan í nóvember á síðasta ári.

„Á myndinni má sjá Michael Phelps sem vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking síðasta sumar, fá sér smók úr glerpípu. Pípur sem þessar eru yfirleitt notaðar til þess að reykja kannabis," segir ennfremur.



Michael Phelps í lauginni

Samkvæmt frétt blaðsins voru nýlega kynnt lög sem setja menn í fjögurra ára keppnisbann fyrir að nota eiturlyf. Það þýðir að draumur Phelps um að bæta við Ólympíugullin fjórtán á næstu leikum í London árið 2012 gæti verið úti.

Samkvæmt fréttinni er myndin tekin eftir tveggja daga partýhald Phelps og félaga í nóvember þegar lítið er að gerast hjá sundmönnum og litlar líkur á því að menn séu teknir í lyfjapróf.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.