Innlent

Samtök grasrótarhreyfinga stofnuð

Stofnfundur samtaka grasrótarhreyfinga var haldinn í Iðusölum í Reykjavík í gær en hreyfingin eru samráðsvettvangur grasrótarfélaga á Íslandi sem vinna að lýðræðisumbótum og stjórnkerfisbreytingum og stefna að framboði í næstu alþingiskosningum í öllum kjördæmum. Framhaldsstofnfundur verður haldinn næstkomandi sunnudag 8. febrúar. Að honum loknum verða helstu stefnumál kynnt og nafn hreyfingarinnar.

„Samtökin telja að núverandi stjórnmálaflokkar séu ekki færir um að stuðla að þeim nauðsynlegu breytingum sem almenningur krefst og varða framtíð lýðræðis og samfélags á Íslandi," segir í yfirlýsingu frá samtökunum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×